Westwood Studios hafa nýlega reynt að fá fólk til að forpanta Emperor: Battle for Dune með því að láta þrjú ný hernaðartæki fylgja með þeirri útgáfu leiksins. Að sögn Westwood munu þeir sem að kaupa leikinn út í búð “ekki hafa aðgang að þessum hernaðartækjum, og að þau munu gefa spilurum nokkuð gott forskot.” Einnig munu þeir sem að eiga forpöntuðu útgáfuna geta spilað við eigendur venjulegu útgáfunnar yfir netið.

Finnst ykkur þetta ekki nokkuð ósanngjarnt? En kannski verða Westwood góðir og gefa út patch svona mánuði seinna eða svo sem að mun uppfæra búðarútgáfuna með nýju tækjunum.

Anars uppgötvaði ég nokkuð annað í sambandi við Emperor. Westwood munu einungis leyfa spilurum að snúa myndavélinni og hreyfa, en ekki að stækka eða minnka sjónarsviðið. (Þ.e. “zooma” inn og út) Þetta voru nokkur vonbrigði en ég vona samt að það muni virka vel.