Hefur maður verið að furða sig á því hve fáar manneskjur (allavega hér á Íslandi) spili ‘'Command and conquer’' og vakti þetta mig til umhugsunar út af því ég sat í bunker og sá varla nokkurn spila þennan leik.Veit ég vel að nokkrir hér á landinu spila þennan leik og fer þeim hækkandi sem betur fer.

Fer maður þá að hugsa hvort ekki væri bara hægt að hafa næstu séríur leiksins í sama anda og ‘'Red alert’' sem er án vafa einn af bestu command and conquer leikjunum.Kemur þar líka sterklega inn Tiberian Sun.

Hreifst ég fyrst af þessum leik vegna þess að ég prufaði hinn upprunalega red alert og fannst manni þetta toppurinn vegna þess að enginn stragedy leikur skartaði eins miklari fegurð heldur en hann.Er ‘'Command and conquer Generals’' kom út hafði maður mikla eftirvæntingu fyrir honum.Er maður prófaði hann síðan fór maður að taka eftir því að þessi leikur hafði sína kosti og galla.

Graffíkin er t.d. ágæt en ef litið er á kallana sem maður getur byggt þá eru þeir svona ummmm ‘'kassalagaðir’'.Annars er hægt að hrósa þeim með það hve vel þeir unnu tiltekið umhverfi og nefna þar ‘'Map builder’' sem fylgir honum sem er kostur við leikinn.

Þegar ég var búinn að spila þennan leik í svolítinn tíma fór maður að taka eftir hve takmarkaðan fjölda ‘'units’' eða hermanna,tækja og allan þann pakka maður gat byggt.
Finnst manni þetta draga leikinn að vissu leiti niður og vonar maður að þeir hjá EA GAMES fari að vinna að fleiri svona leikjum og hafa í huga það sem ég sýndi hér framá.

Annars er þetta klassaleikur og vonar maður að fleiri hér á landi byrji að stunda hann.