Ég er orðin meira en örlítið pirraður á þeim sem væla statt og stöðugt og halda því fram að GLA sé versta liðið. Nákvæmlega þess vegna ætla ég að skrifa örlítinn strategy guide fyrir þá hlið.

Taktík: Rocket Buggy rush (virkar best fyrir 2-player map)

Rocket Buggy bíllinn er með hröðustu landfarartækjum í Generals. Einnig er árásin hans með öflugustu og með langdrægustu árásum sem sjást í leiknum (fyrir non-artillery unit). Hinsvegar þarf hann hrikalega mikinn tíma til þess að endurhlaða sig. Þess vegna er hann ‘The Ultimite Ambush Unit’.

Eftir að hafa komið allavega tveimur workers í supply stash og að hafa byggt war factory, byrjið með því að byggja eitthvað í kringum sex Rocket buggys og í leiðinni að láta byggja nokkuð basic varnir fyrir baseið. þegar að þetta er búið sendið bugganna beint að óvina baseinu og látið ráðast á fyrstu liða og byggingar sem koma fyrir augu en látið þá hörfa strax eftir það, og þá minnst í þá fjarlægð að þeir fái tíma til að endurhlaða (jafnvel alla leið að baseinu(þeir eiga ekki að þurfa að skaðast hið minnsta í þessari árás)). Hvenar sem að littla árásarliðið þarfnast ekki beinnar athygli þá er ráðlegt að beina athygli sinni að því að byggja fleiri bíla og black market þar sem að gott er að byggja upgradin fyrir auto-repair og fyrir fleiri rocket. Fyrir utan það þá er gott að ráðast stöðugt á óvininn með hinu stöðugt stækkandi, sí betra árásarliði sem tekur varla einu sinni skaða þar sem að það hörfar alltaf burt áður en óvinurinn fær séns til að hefna sín á þeim. Ef svo skyldi koma fyrir að óvinurinn sendir eilítið árásarlið í þína átt sem buggyarnir taka ekki í einni árás þá er einfaldast að hörfa með allt liðið aftur að baseinu þar sem að þeir, ásamt hinum basic vörnum munu bíða fullhlaðnir eftir óvinunum.


Taktík: Littla Pestin

Þessa þarf að spila meira eftir eiranu en svona hljómar hún:

1) Byggið baseið, varnirnar og kaupið upgrade eftir því sem ykkur hentar en passið að klifra hratt upp tæknistigann til að geta keypt Jarmen Kell og Scud launcher. Mælt er með að byggja tvö war factory og hafa nógu marga workers.

2) Eftir hraðklifur upp tæknistigann byggið í kringum 4-5 scorpions, 3-4 quad cannons, 1 scud launcher, 1 technical, 4 rebels og að lokum einn Jarmen Kell. Bætið við fylgdarliðum eftir hentugleika (Angry mob og toxic tractor geta hentað vel sem extra pirringur). raðið síðan liðunum inn í technicalinn og gerið liðið tilbúið.

3) Raðið upp scorpion tönkunum í hentuga röð rétt fyrir utan takmarkanir varnar óvinarins og quad cannons þar á bak við og scud launcherinn aftan við það. Jarmen kell er best settur aðeins til hliðar við alla þessa liða og technicalinn með rebelunum fyrir aftan það. Byrjið síðan á að láta scud launcherinn skjóta á baseið (bara hvar sem ykkur hentar).

4) Óvinurinn á þá líklega eftir að senda eilítið árásar lið og þá vafalaust einhver farartæki. Látið Jarmen skjóta á það farartæki sem ykkur líst best á (þið vitið hvernig) en tortímið restinni og látið rebel inn í mannlausa farartækið.

5) Haldið áfram að láta scud launcherinn rústa hlutum þangað til að öruggt þykir að senda árásarliðið inn. Grípið hvert það tækifæri sem gefst til að byggja liða í eigin base (kannski eins og angry mob eða rocket buggy (helst rocket buggy þar sem að þeir eru fljótir á leiðinni en angry mob eru það augljóslega ekki)) og senda þá til árása.

6) Þurrkið óvininn út með þeirra eigin farartækjum og ykkar eigin mátulega her með Jarmen Kell til að ná í frekari farartæki og þurrka út landgönguliða.

ATH: þessi taktík virkar hörmulega þegar að óvinurinn fær tíma til að senda árásarlið á móti liði þínu áður en það nær áfángastað.


Sá sem spilar með GLA þarf að geta nýtt sér það að GLA er hvorki með sterkustu né aflmestu liðana eða sterkustu byggingarnar heldur hafa þeir hraða, sveigjanleika og leynd. Nýtið það.