G\-óðan\-ott\-góða dag\morgun\kvöld\nótt

Fyrsti C&C leikurinn var bara ást við fyrstu sín, ekki bara það að hann var snilldarleikur, heldur var hann bylting í tölvuleikjabransanum (fyrir utan Dune leikina). Þetta með það að það er tala við þig sem General og ástæðan fyrir sjónahorninu er vegna þess að þú átt að vera að horfa niður úr gervitungli. Söguþræðirnir í öllum leikunum eru snilld.
Svo voru það Red Alert leikirnir sem komu með en betri söguþráð og skemmtilegri tæki og persónur. En svo var það Red Alert, sem eru að mínu mati ein af bestu leikjum sem koma hafa út í þessum heimi. Ennþá betri SÖGUÞRÁÐUR, snilldar tæki, snilldar persónur, en það sem hreif mig mest var grafíkin, sem var bara bylting miðað við gömluleikina og gerði mig ekkert smá æstan í þennan leik. Einnig verð ég bara að ganni að minnast á Renegade sem var einnig mikil bylting, ekki alveg sami söguþráðurinn og í gamla C&C en samt snilldar leikur og gaman að leika einn hermann og vera stjórnaður en ekki stjórna :)(Þó að minn play diskur brotnaði með gamla C&C diskunum mínum, Búhú).

En svo eitt sinn sá ég á Westwood.com að nýr leikur var að koma á markaðinn, C&C Generals, sem ég hélt í fyrstu að væri svona eins leikur og Renegade þar sem í mínum haus hljómaði nöfnin vera lík. Svo sá ég þessa rosalegu grafík og breyt sjónarhorn og nákvæmnina í smáatriðunum.
Svo dáldið nýlega prufaði ég leikin hjá vini mínum og fékk ekki að gera mikið en fékk þó aðeins að sjá hann, en á þessum smá tíma sem ég prufaði hann varð ég fyrir vonbrigðum og freysting mín á því að kaupa hann með tilboðinu í BT dofnaði. Í næsta dálki ætla ég að segja frá þeim göllum sem afskipti EA Games gerðu við hin sígildu atriði úr C&C

Ein af göllunum vöru hinar fáu sýningar þar sem kaptain’narnir tala við mann sem General, þar sem ég sá enga gætti verið að það séu engar. Svo var það þegar maður zoom'ar niður til að fá betra sjónarhorn en það á ekki að vera hægt á raunverulegum gervitunglum(þá að zoom'a eins og er gert í leiknum, (niður og á hlið)). Eining er það þar sem maður byrjar með bíl sem sér um að byggja fyrir mann húsin, en þau birtast manni fyrst sem smágrunnur áður en bíllin byrjar að byggja bygginguna, en það minnir mann á Ages og Empire. Þessi atriði eru að mínu mati eyðilegging á sígildum atriðum úr C&C en þó að það sé bara mín skoðun finnst mér fáránlegt ef raunverulegir C&C áhugamenn sjá það ekki og verði VERULEGA hneykslaðir.
En að sjálfsögðu er þetta bara einn leikur og geta allir gert mistök, en ég er á þeirri skoðun að afskiptasemi EA games að leiknum hafi verið það sem eyðilagði þennan leik. Ég er alveg sátur við það að samstarf EA Games og Westwood þar sem að gervigreindin og grafíkin verður miklu betri þar sem meiri peningar, tæki og fagmenn eru að verki til að gera leikina fullkomna. En það voru nú einu sinni Westwood sem byrjuðu með þennan leik og gerðu hinn sígildu atriði sem hafa gert leikina frábrugðna öllum öðrum leikjum, og þá einkum helst vinsælli en nokkurn leik sem komið hefur út. EA games er meira að reina að færa Westwood út af spjöldum sögunar þar sem t.d. merkið þeirra á hulstrunum verður æ sterkara og stæra og merki Westwood minna og einhverstaðar í ra**gati. Þó að EA Games eru með í framleiðslunni á leiknum og hvernig hann er uppbyggður er aðeins eitt fyrirtæki sem getur gert þessa leiki snilldarlega, og bara eitt fyrirtæki sem voru svo sniðugir að taka sýningarnar upp með ekta Hollywood leikurum og gera hann að , ef svo má að orði komast “tölvuleikjabíómynd” og að sjálfsögðu er það tónlistin, sem er nógu góð til að fá óskarinn eða MTV verðlaun.

En þið getið verið ósammála eða sammála en ég verð að skrifa þetta til að koma þessu af mér, þar sem þetta liggur rosalega á mér og verð ég að geta leift mér að deila þessu með ykkur. Þetta er löng grein, ó já, en ef þetta er um C&C þá er það þess virði, jafnvel að lesa. :)
ATh. Þegar ég sagði Vonbrigði við fyrstu sín, þá átti ég við að ég hef bara séð hann í samtals 30 mín, af auglýsingum þá einkum helst en að sjálfsögðu er hann öruglega góður en ég er bara að tala um að formsatriði og sérstök einkenni sem ég og örugglega fleiri en ég, ELSKA og DÁ hafa verið breitt eða skemmt. Annars efast ég ekkert um að leikurinn sé frábær og skemmtilegur, ég er bara svo smámunarsamur í svona hlutum.

Ég þakka áheyrnina

Einar Ólafsson