Jæja nú styttist í að C&C:Generals fer að koma og hlakkar ábyggilega flestum til. Hérna eru nokkur atriði til að vita um leikinn, efast ekki um að flestir vita eitthvað ef ekki allt, en annars bara fínn lestur. Þetta eru þau helstu en það eru miljón atriði sem hægt væri að segja frá. Bara enjoy…
1. Útgáfudagur: Bandaríkin 11. Febrúar, Evrópa(þar á meðal Ísland:) er talið að hann kemur 13. Febrúar.
2. Nauðsynir í tölvu: Þetta er talið vera rétt.
Pentium III 800 MHz örgjafi. (Mælt með 1GHz)
700-800 MB laust á harða disknum.
32 MB RAM Skjákort. Verður að vera hægt að spilast í Direct3D. (Mælt með GeForce 2)
128 MB innra minni (Mælt með 256 MB innra minni)
32x geisladrif.
Multiplayer nauðsynir: 56 Kbps internet teyngingu (Mælt með Isdn og hærra)
3. C&C:Generals er gerður á glænýrri leikjavél sem kallast SAGE, sem er gerð af EA Pacific. Umhverfið er allt í þrívidd og er grafíkin alveg kristal tær. Það má meðal annars snúa myndavélinni í hring og hægt að súma(zoom). Þess má geta að ljósið breytist á tíma sólahrings, bjart um miðjan dag og dimmt á nóttunni.
4. Liðin verða þrjú USA, GLA(hryðjuverkasamtök) og China betur þekkt sem Kína.
5. Eins og nafnið á leiknum gefur til kynna þá ert þú hershöfðingi, þú átt að geta valið á milli nokkra allir eru mismunandi. Leikurinn gerist 20 ár fram í tíman og er mikil spenna á milli Bandaríkin og Kína, inn í málið blandast svo hryðjuverkasamtökin GLA eða Global liberation Army.
6. Ólíkt öðrum C&C leikjum þá verður ekki ,,Tiberium” eða ,,Ore” í Generals. Leikmaður verður að ná svokölluðu ,,Supply Depots” sem mun sjá leikmanninn fyrir ,,pening”. En þeim verður að vera vel gætt. Öll liðin hafa mismunandi tæki til að sækja ,,peningana”. USA er með þyrlu, Kína er með trukk og GLA er með menn fyrir vinnuna. Aðra leiðir eru til en þær framkalla ekki eins mikla ,,peninga”, USA fær flugvél sem kemur með ,,peninga”, Kína er með hakkara sem hakkar í banka og fær þannig ,,peninga” og GLA er með ,,þjófa markað” sem framkallar ,,pening”.
7. Fólkið hjá EA Pacific vildu gera leikinn einstaklega raunverulegan leik þess vegna eru öll tæki og tól raunverulega til en sumt er enn þá í vinnslu og er ekki langt í þau tæki.
8. Þú færð stig sem safnast upp með þessum stigum getur þú betrumbætt hluti. Þannig að skriðdrekar verða öflugri o.s.frv.
9. Það verða um 30 mission eða 10 á hvert lið.
10. Auðvita verða hetjur: USA Commando - Colonel Burton hann er með rifil og með sprengjur, og getur klifrað upp kletti. Kína Kona sem er hakkari, getur tekið yfir óvini og byggingar mjög langt í burtu. Morðingi, fer lítið fyrir honum og getur drepið menn á svipstundu.


Takk fyrir…
Kv. OrkaX