Leikir dagsins - 9. júní Þýskaland - Kosta Ríka
Byrjunarlið Þýskalands: Jens Lehmann, Arne Friedrich, Cristoph Metzelder, Per Mertesacker, Philip Lahm, Bastian Schweinsteiger, Torsten Frings, Tim Borowski, Bernd Schneider, Lukas Podolski, Miroslav Klose

Byrjunarlið Kosta Ríka: Porras, Marin, Umana, Gonzalez, Martinez, Fonseca, Solis, Centeno, Sequeira, Gomez, Wanchope

Þetta var fínn leikur, Þýskaland með yfirhöndina mestallan leikinn. Philip Lahm, bakvörðurinn knái hjá Bayern München, skoraði fyrsta mark leiksins og var það gullfallegt. En forystan endaði ekki lengi þegar rangstæðugildran klikkaði illa hjá þeim þýsku, Wanchope tók hlaupið og fékk boltan, réttstæður, og skoraði framhjá Jens Lehman í markinu. 1-1. 5 mínutum síðar skoraði Miroslav Klose eftir sendingu/misheppnað skot frá Bastian Schweinsteiger. 2-1 var staðan og Þýskaland var yfir í hálfleik.
Leikurinn var rólegur í byrjun seinni hálfleiks en það dró til tíðinda þegar Miroslav Klose átti hörkuskalla að marki, sem að Porras varði, en Klose náði frákastinu og skoraði. 3-1 og þýksararnir voru í vænlegri stöðu. En á 71 mínutu klikkaði rangstöðugildran heiftarlega og Wanchope læddi inn öðru marki Kosta Ríka og öðru marki sínu. 3-2 og Kosta Ríka að sækja í sig veðrið.
Allt var fínt þangað til á 87. mínútu. Þá var tekin aukaspyrna, gefið útá Torsten Frings sem hamraði boltan uppí topphornið hægra megin. 4-2 endaði leikurinn, sem hafði verið skemmtilegur.

Pólland - Ekvador
Byrjunarlið Póllands: Boruc, Jop, Baszczynski, Bak, Zewlakow, Sobolewski, Krzynowek, Szymkowiak, Smolarek, Radomski, Zurawski.

Byrjunarlið Ekvador: Mora, De la Cruz, Hurtado, Espinoza, Reasco, Mendez, Castillo, Valencia, Tenorio, Delgado, Tenorio

Frekar bragðdaufur leikur að mínu mati. Ekvador var þó mikið sprækari aðilinn og verðskulduðu 0-2 sigur. Þeir skoruðu á 24. mínutu, þar var að verki Carlos Tenorio. Pólverjar áttu stangarskot í seinni hálfleik, og það tvö, en náðu ekki að gera sér mat úr því. á 80. mín skoraði síðan Augustin Delgado fyrir Ekvador og innsiglaði 0-2 sigurinn.

———————–

Taflan:

Þýskaland 1 1 0 0 4 2 2 3
Ekvador    1 1 0 0 2 0 2 3
Kosta Ríka1 0 0 1 2 4 -2 0
Pólland     1 0 0 1 0 2 -2 0