Íslendingar töpuðu fyrir Króötum 28-29 á Evrópumótinu í handknattleik í dag.
Íslendingar voru án Alexanders sem kjálkabrotnaði í leiknum gegn Rússum í gær og mun hann ekki leika meira á EM, talið er að hann verði frá í 6-8 vikur einnig var Roland frá vegna meiðsla í öxl.
Einar Hólmgeirsson meiddist snemma í leiknum og kom seinna í ljós að hann hafi fengið heilahristing, staðan í hálfleik var 13-13 Íslendingar voru oftast undir en náðu síðan góðum spretti og komust yfir en misstu það aftur niður.
Þegar nokkrar mínútur voru eftir voru íslendingar tveimur fleiri en náðu ekki að nýta sér það Ivano Balic átti hreint magnaðann leik fyrir Króatíu og það var svo sannarlega honum að þakka að Króatía hafi unnið einnig átti Birkir Ívar magnaðann leik í markinu fyrir íslendinga varði tvö víti og nokkur dauðafæri.
Markahæstir hjá Íslandi voru Guðjón Valur og Ólafur Stefánsson báðir með 8 mörk.
Ég get ekki annað sagt en að við getum bara verið stolt af strákunum okkar þeir áttu oft frábærann leik og voru nærrum því búnir að vinna sjálfa ólimpíumeistarana.

Úrslit annarra leikja:

Serbía/Svart-Rússland 21-29
Danmörk-Noregur 35-31
Slóvenía-Þýskaland 33-36
Pólland-Frakkland 21-31
Úkraína-Spánn 29-31

Síðan verða eftirfarandi leikir spilaðir á morgun:

Pólland-Þýskaland 2. feb. 14:15
Serbía/Svart-Króatía 2. feb. 14:45
Úkraína-Frakkland 2. feb. 16:45
Ísland-Noregur 2. feb. 17:00
Slóvenía-Spánn 2. feb. 19:00
Danmörk-Rússland 2. feb. 19:15