Það sem gerðist í Handboltanum í dag.

Íslendingar sigruðu Rússa í dag með 34 mörkum gegn 32 í Sviss, Íslendingar réðu ríkjum mest allan leikinn og komust mest í 5 marka forskot staðan í hálfleik var 17-15 íslendingum í vil þess má geta að þetta er fyrsti sigur Íslendinga á Rússum á stórmóti frá upphafi.
Óli Stefáns var valinn maður leiksins en hann skoraði 8 mörk þrátt fyrir að leika meiddur. Einnig átti Guðjón Valur Sigurðsson frábæran leik og skoraði 11 mörk Birkir Ívar átti líka góðan leik í markinu og varði oft á ögurstundu.

Úrslit annarra leikja:

Úkraína – Þýskaland 22-36
Slóvenía – Frakkland 30-34
Pólland – Spánn 25-34
Serbía/Svart – Noregur 26-25
Danmörk – Króatía 30-31

Síðan verða eftirfarandi leikir spilaðir á morgun:

Serbía/Svart - Rússland 1. Feb. 14:45
Ísland - Króatía 1.Feb. 19:15
Danmörk - Noregur 1.Feb. 19:15