EM - 3. dagur - Svíar hefja mótið með stæl Tveir leikir í C-riðli fóru fram í dag.

Klukkan 16 mættust Ítalir og Danir í frekar tíðindalitlum leik að mér skilst þar sem að hvorugt liðið skoraði mark. Þó voru marktækifærin víst einhver þar sem að markmenn beggja liða áttu víst að hafa sýnt ágæta takta annað slagið, en þar sem að þessi leikur er á vinnutíma marga, þá missir maður af fyrri leik dagsins. Því miður tilheyri ég þeim hópi, svo ég hef fátt fleira að segja um þennan leik.

Seinni leikur dagsins hófst klukkan 18:45 þar sem hinir ljóshærðu Svíar mættu Búlgaríu. Búlgarar virtu hafa örlitla yfirhönd þótt að lið virtist býsna jöfn, enda skyndisóknir Svía stórhættulegar með sína knáu og snöggu miðju- og sóknarmenn, en báðir varnir virtust halda. Vörn Búlgara varð þó á messunni í eitt skiptið, og nýttu Svíar sér það, með stuttri sendingu Ibrahimovic's inn fyrir teig beint á Ljungberg sem þurfti fátt annað að gera en að afgreiða boltann í opið marknetið fyrir framan sig. 1-0 fyrir Svíum.

Búlgverjar börðust þó grimmilega, með ágætis sóknarleik en þeirra helsti galli var hversu framarlega vörn þeirra lá, sem gerði Svíum auðveldara að komast inn fyrir vörn þeirra með löngum sendingum yfir á sóknarmanninn í snöggum skyndisóknum. Þannig varð einmitt úr öðru marki Svíanna, en á 52. bar aftur til tíðinda, þegar Erik Edman skaust upp vinstri kantinn með knöttinn, og sendi boltann fallega inní teiginn, þar sem að Henrik Larsson setti boltann framhjá Búlgverska markmanninum beint í hægra hornið með glæsilegum flugskalla. Virkilega fallegt mark, vel heppnað í alla staði.

Aðeins mínútu síðar voru Svíar aftur komnir á bullandi sókn við markteig Búlgara, og var þar Henrik Larsson aftur á ferð, en hann fékk þrönga sendingu á fjarstöngina og setti boltann laglega á milli markmanns og varnarmanns, beint í mark Búlgara. Stutt en þröng skot sem gerði algjörlega útum von Búlgara um að vinna sinn fyrsta leik á mótinum í þessum erfiða C-Riðli.

Svíar voru þó ekki hættir. Á '78 skoraði Ibrahimovic úr vítaspyrnu, og Marcus Allback skoraði fimmta markið, er hann slapp inn fyrir vörn Búlgara í týpískri skyndisókn Svía. Lokastaðan því 5-0, en þessi byrjun þeirra sænsku verður að teljast glæsileg. Ef spilamennska þeirra verður með þessum hætti það sem eftir er af mótinu, má segja að þeir séu til alls líklegir.

DrEvil
admin á HM/EM.