EM - England - Frakkland! England <img src="http://www.simnet.is/bjornbr/em/eng.gif“></img> 1 - 2 <img src=”http://www.simnet.is/bjornbr/em/fra.gif"></img> Frakkland

Þetta var SVAKALEGUR leikur! Hann fór ágætlega af stað, hratt tempó og bæði lið léku listir sínar en voru Frakkar þó líklegri til að skora fyrstir. Beckham sýndi þó fljótlega hvað í honum býr ;) Hann sendi langan bolta inn í vítateig úr aukaspyrnu sem Lampard skallaði fallega upp í vinkilinn. Eftir það varð leikurinn jafnari og England jafnvel sterkari um tíma, en eftir svona hálftíma voru þeir komnir allt of aftarlega og Frakkar komu með margar þungar sóknir. Enska vörnin hélt samt mjög vel og opnaði ekkert, allavega ekki í 90 mínútur.

Í seinni hálfleik (73. mín) spretti Wayne Rooney upp völlinn á ofsahraða og var kominn alla leið inn í vítateig þegar Silvestre tæklaði hann og felldi aftanfrá. Beckham fékk tækifærið til að koma Englendingum í 2-0, en Barthez varði vítaspyrnuna hans af miklu öryggi. Þetta virkaði eins og adrenalínsprauta í Frakka, sem hertu sóknina sem aldrei fyrr og fengu loks aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, en venjulegum leiktíma var þá lokið. David James stóð á röngum stað og Zidane var ekki lengi að nýta sér það, hann skaut yfir vegginn og James kastaði sér ekki einu sinni. 1-1.

Aðeins tveim mínútum síðar, á 93. mínútu, voru Englendingar með boltann og Frakkar pressuðu, Henry þar fremstur í flokki. Steven Gerrard ætlaði að senda á markvörðinn en sendingin var allt of laus og Henry náði valdi á boltanum, einn á móti markmanni. Það varði þó ekki lengi, David James náði ekki boltanum og felldi Henry í staðinn. Víti var dæmt og James slapp við rautt spjald, sem hann átti að fá [aftasti varnarmaður]. Zidane tók vítaspyrnuna og sá algerlega við markverðinum, tók hægt tilhlaup og skaut einfaldlega vinstra megin þegar hann
sá James kasta sér til hægri. Dómarinn flautaði svo leikinn af, lokatölur 2-1

Þessi leikur minnir mig á leik Manchester United við Bayern Munchen fyrir nokkrum árum. Þá voru United-menn marki undir þegar venjulegum leiktíma var lokið, en skoruðu svo tvö mörk og hirtu Evrópumeistaratitil félagsliða. Spurning hvort Frakkland sé að gera það sama hérna með Evrópumeistaratitil landsliða :D

Lykilatburðir:

<strong>38. mín</strong>: Frank Lampard skallar inn auakspyrnu David Beckhams.
<strong>68. mín</strong>: Michael Owen fer af velli eftir slappan leik.
<strong>73. mín</strong>: David Beckham lætur Fabien Barthez verja fyrir sér víti.
<strong>91. mín</strong>: Zinedine Zidane skrúfar aukaspyrnu í markið.
<strong>93. mín</strong>: Zidane skorar úr víti og tryggir Frakklandi sigurinn.

Maður leiksins: <img src="http://www.simnet.is/bjornbr/em/fra.gif"></img> Z. Zidane