Portúgal <img src="http://www.simnet.is/bjornbr/em/por.gif“></img> 1 - 2 <img src=”http://www.simnet.is/bjornbr/em/gri.gif"></img> Grikkland

Nokkuð óvænt úrslit! Sjálfur spáði ég Portúgölunum sigri, heimavöllurinn og svona, en pressan og Gríska vörnin hefur greinilega farið með þá. Grikkir stóðu sig eins og hetjur og vörðust vel, þeir áttu sigurinn fyllilega skilinn að mínu mati. Christiano Ronaldo kom inná í seinni hálfleik og byrjaði á að brjóta á Grikkja í vitateig og var réttilega dæmd vítaspyrna sem Grikkir nýttu og komust í 2-0.

Ronaldo var mjög sprækur á kantinum þrátt fyrir þetta og kom boltanum oft og mörgum sinnum fyrir, en það var ALDREI NEINN á fjærstöng og Portúgalar töpuðu leiknum aðallega útaf því. Hjá þessari blessuðu fjærstöng lentu u.þ.b. 7 boltar sem hefðu talist dauðafæri, hefði bara verið maður þar til að skjóta þeim á markið. Að mínu mati er þessi ósigur alfarið Scolari, þjálfaranum, að kenna. Í hornum sem dæmi voru Portúgalarnir voru allir samanklesstir í miðjum vítateignum og fengu þessvegna sjaldan skallafæri. Auk þess ákvað þetta lið, sem á að vera gott í að halda bolta, að sparka boltanum lengst fram á einn mann með þrjá tveggja metra Grikki að dekka sig. Svo er bara að sjá hvort Grikkir vinni Spánverja!

Maður leiksins: <img src="http://www.simnet.is/bjornbr/em/por.gif"></img> C. Ronaldo


Spánn <img src="http://www.simnet.is/bjornbr/em/spa.gif“></img> 1 - 0 <img src=”http://www.simnet.is/bjornbr/em/rus.gif"></img> Rússland

Rússneska vörnin var lengi í gang og Spánverjar byrjuðu leikinn af krafti. Spilið jafnaðist nokkuð út þegar leið á leikinn en Spánverjar náðu að skora og Rússar náðu ekki að svara fyrir sig, þrátt fyrir mörg færi. Allt í allt fannst mér þessi leikur ekki skemmtilegur, pirraði mig hvað samspilið var að ganga lítið hjá báðum liðum. Dómarinn var hliðhollur Spánverjunum og sparaði ekki gulu spjöldin! Finnst mér það vera slæmt mál og skemmir það nokkuð möguleika Rússa í þessum riðli, þó litlir hafi verið fyrir.

Maður leiksins: <img src="http://www.simnet.is/bjornbr/em/rus.gif"></img> S. Ovchinnikov (markvörður)