Markaskorarar EM í sumar


Michael Owen
Sló í gegn með frábærri frammistöðu á HM '98, í viðræðum við Liverpool um nýjan samning.


Thierry Henry
Einn af bestu framherjunum í dag, varð langmarkahæstur í Ensku úrvalsdeildinni í vetur.


Michael Ballack
Þrátt fyrir að vera miðjumaður ætti markvörðurinn að passa sig á honum. Það er ekki tilviljun að Barcelona séu að reyna að kaupa hann frá Bayern Munchen.


Christian Vieri
Hefur spilað með ófáu toppliðinu í Evrópu. Með Inter eins og er og mun gegna lykilhlutverki í sókn Ítala.


Henrik Larsson
Hættur við að leggja á skónna á hilluna - í bili að minnsta kosti. Hann ákvað að spila með Svíþjóð á EM eftir að hafa hætt hjá Celtic í Skotlandi.


Cristiano Ronaldo
Þessi maður býr yfir ótrúlegri tækni og er orðinn að efnilegasta leikmanni Manchester United í dag.


Jon Dahl Tomasson
Besti sóknarmaður Dana á þessu móti. Þrátt fyrir lélega leiktíð hjá Newcastle má engan veginn afskrifa hann.


Fernando Morientes
Bjargaði gjörsamlega ferlinum með Mónakó í Meistaradeildinni í vetur. Hann er á samningi hjá Real Madrid.


Dado Prso
Einn af lykilmönnum Króata, sló einnig í gegn í Meistaradeildinni með Mónakó. Prso er á leiðinni til Rangers á í haust.


Dmitri Sychev
Framherji á samningi hjá Lokomotiv Moscow eftir misheppnaða frammistöðu hjá Marseille, gæti komið á óvart.


Alexander Frei
Þessi maður hefur framherji hjá Rennes í Frakklandi nokkuð lengi.


Milan Baros
Þessi Liverpool-maður hefur sýnt frábæran árangur með Tékkneska landsliðinu.


Wayne Rooney
Þessi gulldrengur er aðeins 19 ára og gæti slegið í gegn eins og Owen '98… Rooney er hjá Everton.


Ruud Van Nistelrooy
Potarinn hjá Manchester United mun örugglega skora nokkur mörk í sumar.


Dimitar Berbatov
Stjarna Búlgaríu og hefur staðið sig vel með Bayer Leverkusen, það verður gaman að fylgjast með þessum.


Raul
Einn af stórstjörnunum á Spáni og aðalmaður hjá Real Madrid. Þessi maður kom í veg fyrir að Beckham gæti klæðst treyju númer sjö :)

Svo er bara að sjá hverjir standa undir væntingum!

Heimild og myndir:
Sky Sports