EM tíðindi Þar sem lítið hefur borist hérna inn á þennan fréttakubb þá ákvað ég að koma með nokkur tíðindi, svona það helsta sem hefur verið að gerast í tengslum við EM2004 undanfarið.

Del Piero meiddur
Sóknarmaðurinn Alessandro Del Piero meiddist á síðastliðinn þriðjudag þegar lið hans Juventus lék gegn Deportivo La Coruna í Meistaradeildinni. Þurfti Del Piero að fara útaf eftir einungis 5 mínútna leik, og eru miklar líkur á að hann komist ekki á úrslitakeppni EM með ítalska landsliðinu, en Ítalskir fjölmiðlur greindu frá því að hann yrði frá æfingum í að minnsta kosti tvo mánuði.

Eriksson ekki á leið til Chelsea
Miklar sögusagnir hafa verið á kreiki síðast liðnar vikur um að Sven Goran Eriksson landsliðsþjálfari Englendinga taki við liði Chelsea þegar EM lýkur í Portúgal í sumar. Eriksson hefur hafnað öllum þessum orðrómum, en nýjasta sagan er víst sú að hann hafi haft samband við Tékkann Pavel Nedved, leikmann Juventus, til að fá hann með sér yfir í Chelsea þegar hann myndi taka við liðinu. “Þetta er ekki satt,” sagði Eriksson þegar hann var spurður um málið. “ Ég er ánægður hjá Enska knattspyrnusambandinu og svona sögur eru úti í bláinn.”

Örlátir Þjóðverjar
Um mikið er að spila hjá landsliðsmönnum þýska landsliðsins í sumar á EM í Portúgal. Þýska knattspyrnusambandið ákvað að hver leikmaður fengi 100 þúsund evrur, eða um 10 milljónir króna ef liðið ynni mótið. Þeir fá 5 milljónir ef þeir komast í úrslitaleikinn sjálfan, en ekki krónu ef þeir komast ekki uppúr riðli.

Heimildir: www.gras.is

DrEvil - stjórnandi á HM/EM