Rio Ferdinand í átta mánaða bann. Rio Ferdinand, varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins, var dæmdur í átta mánaða keppnisbann föstudaginn seinasta fyrir að mæta ekki í lyfjapróf sem hann átti að fara í 23. september.

Þetta er gífurlegt áfall fyrir leikmanninn, Manchester United sem og enska landsliðsins því að hann og Sol Campbell hafa myndað eitt sterkasta varnarpar heimsins í landsliðinu.

Manchester United ætlar að áfrýja í málinu, þannig að það er smá möguleiki á að hann geti verið með landsliðinu, en hann er ekki mikill. Líklegt er að John Terry eða Jonathan Woodgate verði í baráttunni um hitt sætið í vörninni hjá enska landsliðinu.