Nýr bolti Nýlega var kynntur til sögunar nýr bolti sem að hannaður er af Adidas og kemur þessi bolti til með að vera notaður í öllum 31 leikjunum á EM 2004 í Portúgal. Boltinn nefnist Roteiro og er hann talinn vera mjög flottur. Hann er silfraður á litinn og með einhverskonar línum, en litirnir í boltanum eiga að tákna himin og sjó.
Aukaspyrnisérfræðingurinn David Beckham prufaði boltann og hafði þetta að segja um hann:
“Það er mjög auðvelt að stjórna Roteiro. Hann er öðruvísi en aðrir boltar á þann hátt að hann er mjög flottur og er hann einstaklega góður. Þegar maður sparkar honum hljómar hann meira að segja vel. Enginn hefur séð neitt þessu lýkt og á þetta eftir að ver frábær bolti til að spila með.”
Stjórnaformenn UEFA eru einstaklega ánægðir með það að Adidas hafi valið EM 2004 til þess að taka nýja boltann í notkunn.

Þetta hljómar allt mjög vel og nú bara að bíða og sjá hvað aðrir leikmenn segja um tuðruna.