Í kvöld mun koma í ljós hvaða lönd taka þátt í lokakeppni EM í Portúgal næstkomandi sumars. Holland, Skotland, Noregur, Spánn, Tyrkland, Lettland, Wales, Rússland, Slóvenía og Króatía eru öll í baráttunni um 5 sæti sem laus er núna á EM2004. Því ætla ég að setja hérna að tala um leikina sem verða í kvöld.

Athugið: fréttirnar um leikina birtust allar á <a href="http://www.fotbolti.net">fótbolti.net</a>

- - -

Holland 0 - 1 Skotland:
Allt verður brjálað í Hollandi ef liðið kemst ekki í lokakeppni Evrópumótsins en það ræðst í kvökd þegar seinni leikurinn gegn Skotlandi fer fram. Skotarnir unnu fyrri leikinn 1-0 á Hampden og hefur Ruud van Nistelrooy sett spurningamerki við hvort Hollendingar hafi karakterinn til að komast áfram.

Skotarnir geta hins vegar verið sallarólegir því Berti Vogts getur stillt upp nánast sama liði að undanskildum Christian Dailly, varnarmanni West Ham, sem verður í leikbanni eins og frægt er orðið. Gavin Rae mun líklega taka stöðu hans í liðinu.

Advocaat þjálfari Hollands hefur þó meiri áhyggjur. Andy Van der Meyde á við einhver smávægileg meiðsli að stríða en ætti að vera orðinn klár í slaginn í kvöld. Varnartröllið Jaap Stam er í leikbanni og hefur Wilfred Bouma verið kallaður inn í hópinn í stað hans. Líklegt er að Rafael van der Vaart verði í byrjunarliðinu í stað Patrick Kluivert og muni því veita Ruud Van Nistelrooy stuðning.

Aðstoðarþjálfari Skotlands, Tommy Burns, hefur varað landa sína við of mikilli bjartsýni og bendir á að verkið sé einungis hálfnað. Hann telur að Skotland þurfi að skora í kvöld til að komast áfram.

Noregur 1 - 2 Spánn:
Það yrði mikið áfall fyrir Spánverja ef Norðmenn kæmust á EM en þessi lið voru einmitt saman í riðla á seinasta EM og þar sigruðu Norðmenn óvænt 1-0 með skallamarki frá Steffen Iversen. Í fyrri umspilsleiknum kom Iversen Norðmönnum yfir en gulldrengurinn Rául náði að jafna. Það var svo Henning Berg sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lokin en boltinn hrökk af honum og í netið eftir skot frá Rúben Baraja.

Henning Berg verður ekki með í leiknum sem fram fer í Osló og hefst klukkan 18:30 en hann er í leikbanni og hefur Vidar Riseth leikmaður Rosenborg verið kallur í hópinn í hans stað. Þá er Magne Hoset leikmaður Molde kominn inn í hópinn vegna þess að Roar Strand er meiddur og getur ekki leikið.

Hjá Spánverjum er Carlos Marchena leikmaður Valencia í banni en talið er líklegt að Cesar Martin muni taka stöðu hans. Vængmaðurinn knái Joaquin sem byrjaði óvænt á bekknum í fyrri leiknum átti mjög góðan leik þegar að hann kom inn á sem varamaður og verður mjög líklega í byrjunarliði í kvöld.

Spánverjar hafa nokkrar áhyggjur af snjónum og kuldanum sem er í Osló en Inaki Saez landsliðsþjálfari Spánverja hefur sagt að það muni ekki breyta miklu máli því að völlurinn verði eins fyrir bæði lið.

Tyrkland 0 - 1 Lettland:
Það verður gersamlega allt vitlaust í Tyrklandi ef liðinu tekst ekki að komast á EM með því að vinna Letta í kvöld og eru menn þar í landi orðnir órólegir eftir að Maris Verpakovskis skoraði eina markið í fyrri leiknum og tryggði Lettum sigur.

Heimamenn verða án þriggja lykilmanna í kvöld en Rustu Recber, Emre Asik og Faith Aykel verða allir í leikbanni. Hinsvegar munu Englandsvinurinn Alpay og Basturk verða með í kvöld en þeir voru ekki með í fyrri leiknum. Búist er við því að Hakan Sukur byrji leikinn en hann var á varamannabekknum á laugardaginn.

Tveir af bestu varnarmönnum Letta þeir Mihailis Zemlimskis og Dzintars Zirnis verða með í kvöld en þeir voru í leikbanni í fyrri leiknum. Marian Pahars sem að er einna þekktastur í þessu lettneska liði er hinsvegar meiddur og verður ekki með og þá er miðjumaðurinn Valentins Lobanovs í leikbanni.

Wales 0 - 0 Rússland:
Wales getur andað léttar því Ryan Giggs fer ekki í leikbann og verður hress í kvöld. Hjá Rússlandi eru Alexandre Mostivoi og aðalmarkvörðurinn Sergey Ovchinnikov í leikbanni. Þetta setur Georgy Yartsev landsliðsþjálfara í slæm mál en spennandi verður að sjá hvern hann lætur standa á milli stanganna.

Hann verður að velja á milli Igor Akinfeyev sem er 17 ára eða Vyacheslav Malafeyev sem er 24 ára, hvorugur þeirra hefur reynslu af landsleikjum. Spartak Moskva fyrirliðinn Yegor Titov kemur líklega aftur inn í lið Rússlands sem gerir miðju liðsins sterkari. Mark Hughes þjálfari Wales mætir líklega með sama lið í kvöld þrátt fyrir að vita að liðið verði að leika öðruvísi.

Robert Earnshaw sóknarmaðurinn sterki hjá Cardiff er til í slaginn en hann getur gert mikinn usla í vörn Rússlands og hefur verið eftirsóttur af liðum í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli.

Slóvenía 1 - 1 Króatía
Þetta verður spennandi leikur en Slóvenar náði frekar óvæntu jafntefli í fyrri leiknum. Dado Prso skoraði mark Króata í fyrri leiknum en Ermin Siljak jafnaði metin.

Siljak verður þó ekki með Slóvenum í kvöld sem er gífurlega slæmt þar sem að hann skoraði alls níu mörk fyrir liðið í undankeppninni. Ekki er ólíklegt að Bojan Prasnikar landsliðsþjálfari Slóvena muni bregða á það ráð að hafa vandræðagemsann Zlatko Zahovic einan frammi í kvöld.

Otto Baric landsliðsþjálfari Króata hefur hinsvegar kallað á nýliðann Tomislav Sokota framherja Benfica í hópinn vegna þess að Ivica Olic verður í banni í kvöld

- - -

Þetta verða allt spennandi og skemmtilegir leikir í kvöld, en þessa umfjöllun skrifaði einn skemmtilegasti penni fótbolta.net, <a href=“mailto: elvar@fotbolti.net”>Elvar</a>.