Vegna slæmrar hegðunar hefur Nils Johan Semb tekið þá ákvörðun að velja John Carew, sem að er eins og stendur í láni frá Valencia hjá Roma á Ítalíu, ekki í landsliðshópinn sem að mætir Spánverjum í umspili um sæti á EM í Portúgal næsta sumar.
Þeim Carew og John Arne Riise lenti víst saman á æfingu fyrr í haust og eftir að Carew hafði í kjölfarið ekki svarað símhringingu frá norska knattspyrnusambandinu tók Semb þá ákvörðuna að refsa Carew.

Eftirfarandi leikmenn voru valdir í hópinn:

Markverðir: Espen Johnsen (Rosenborg), Frode Olsen (Viking)

Varnarmenn: Christer Basma (Rosenborg), Henning Berg (Glasgow Rangers), Andre Bergdolmo (Borussia Dortmund), Brede Hangeland (Viking), Ronny Johnsen (Aston Villa), Claus Lundekvam (Southampton)

Miðjumenn/sóknarmenn: Trond Andersen (AaB), Martin Andersen (Stabæk), Runar Berg (Bodo/Glimt), Harald Martin Brattbakk (Rosenborg), Håvard Flo (Sogndal), Tore Andre Flo (Siena), Steffen Iversen (Wolverhampton Wanderers), Frode Johnsen (Rosenborg), John Arne Riise (Liverpool), Jan Gunnar Solli (Rosenborg), Roar Strand (Rosenborg).

Eftir: jeffers