Ferdinand ekki með gegn Dönum Enska knattspyrnusambandið, hefur meinað Ferdinand að leika með Englendingum gegn Dönum í vináttulandsleik liðanna 16. október. Eins og flestum er kunnugt, þá fékk kappinn ekki að leika með liði Englendinga gegn Tyrkjum, því hann mætti ekki í lyfjaprufu fyrir leikinn.

Rannsókn málsins er ekki lokið, og því sá enska knattspyrnusambandið sér ekki fært að heimila Rio að spila með gegn Dönum. Rannsóknin gæti dregist fram á næsta ár, en útlitið er heldur svart, þá sérstaklega ef það skyldi koma í ljós að hann hafi sleppt lyfjaprófinu margfræga viljandi. Svo er þó ekki að sögn Rio, en hann var víst að flytja sama dag og lyfjaprófið átti sér stað, og segist einfaldlega hafa gleymt því.

Ég er á því að þeir ættu að leyfa honum að spila þar til annað kemur ljós, sem ég tel afar ólíklegt. Allir geta gert mistök, og að gleyma slíkum viðburði í amstri dagsins er eitthvað sem gæti komið fyrir bestu menn.