Enska landsliðið hefur tekið ákvörðun um að mæta Tyrkjum í landsleik sem er liður af undankeppni EM 2004 næstkomandi laugardag þrátt að vera mjög ósáttir við að Rio Ferdinand fái ekki að taka þátt í leiknum. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá félaginu í kvöld en þar neituðu þeir einnig að nokkurn tíma hafi staðið til að fara í verkfall og gagnrýna enska knattspyrnusambandið vegna þess hvernig þeir tóku á málunum.

,,Sambandið sem við tilheyrum hefur farið illa með einn liðsfélaga okkar. Okkur finnst sem þeir hafi brugðist okkur mjög illa.“ sagði í yfirlýsingunni sem leikmennirnir skrifuðu.

Það var Sven Göran Eriksson landsliðsþjálfari og Mark Palios formaður enska sambandsins sem tilkynntu þetta í kvöld eftir erfiðann dag viðræðna á hóteli liðsins.

Eriksson sagði: ,,Ég vona að við getum einbeitt okkur 200% að fótboltanum núna. Viðhorf leikmannana sýnir hvernig þeir hafa myndað sterka heild og ég er viss um að við munum sjá það á laugardag.”


Palios tjáði sig stuttlega um yfirlýsinguna og sagði: ,,Ég met, skil og virði stuðning leikmannana við Rio. Lið standa saman."

www.fotbolti.net