Mér finnst fótboltinn hafa orðið leiðinlegri á síðustu árum.
Aðalástæðan er sú að menn eru farnir að láta sig detta allt of oft. Þetta er bara sorglegt að horfa upp á. Sumir gera þetta nú ekki en þeir eru allt of fáir og ég tel þá vera bestu knattspyrnumenn í heimi. Sá sem er verstur í þessu er Rivaldo. Ég missti gjörsamlega allt álit á honum eftir leikinn við Tyrki. Það var skelfilegt. Fótboltinn í dag er alls ekki eins skemmtilegur og hann var fyrir 12 árum. Þá var ekki mikið um þennan aumingjaskap. Þetta er ekki það sem knattspyrna gengur út á. Púum á þessa leikmenn.
Þetta er náttúrulega bara mín skoðun. Sumir eru kannski ósammála og það verður bara að hafa það.
Íslenska NFL spjallsíðan