Ég verð bara að segja það að svíarnir voru mun betri í seinni hálfleik heldur en Englendingarnir. Mjög mörg færi sem Sviþjóð hefðu átt að nýta sér. Leikurinn fór 1-1 en Sviþjóð átti skilið að vinna þetta. Helvíti gaman að horfa á þetta gegnum sænska sjónvarpinu. Gaurarnir á sýn kunna hvor sem er ekki að lýsa leikina almennlega. Svolítið fyndið að þjálfari Englands er Svíi. Maður sá mynd af honum uppí stúku þar sem hann var með sænskann trefil utan um hálsinn….

Þetta verður nú erfitt hjá Englendingum næstu daga. Ég held að þeir eiga eftir að tapa móti Argentínu. Málið með England að þeir keyra á fullu í 60 mín og svo eftir það geta þeir ekki neitt og ef Beckham er ekki inná þá er ekki eins miklar líkur að þeir skori. Þetta var nú týpiskt mark á móti Sviþjóð. Beckham gaf inní í horni og einhver skallaði inn.(man ekki alveg hver það var)