Eins og ALLIR vita og vonandi sáu í unnu lið Senegala heimsmeistara Frakka í opnunarleik HM 2002 í Seoul í Suður-Kóreu. Senegalar eins og aðrar Afríkuþjóðir í gegnum tíðina, spila mjög hraðann og skemmtilegann bolta sem mér persónuleg finnst ekki leiðinlegt að fylgjast með.

Eftir þennan leik fór ég ásamt félaga mínum að spá í mótið betur, í framhaldi af þessum leik. Datt þessum félaga mínum í hug að þetta Heimsmeistaramót myndi verða keppni Afríkuþjóðanna.

Hvernig yrði það ef Nígería, Kamerún, Senegal, Suður-Afríka yrðu öll í undanúrslitum ? Frekar óraunhæft kannski.