Mikil bylting hefur verið í ítölskum bolta síðustu árin og lið eins og Roma og Palermo hafa barist fyrir því að breyta ímynd ítalska boltans. Í gegn um árin hefur ítalskur bolti verið talinn leiðinlegur og allt of varnarsinnaður. Eftir að hafa fylgst aðeins með ítölsku deildinni var ég nærri farinn að trúa addakongi í því að ítalskur bolti gæti verið svaka skemmtilegur. Síðan horfði ég á þennan leik ítalía - spánn. ítalarnir spiluðu eins og grikkirnir, reyndu að hafa 8 menn fyrir aftan boltann þegar spánn voru með hann, mér var búið að hlakka til þessa leiks alveg síðan hann var staðfestur og síðan koma ítalirnir og spila svo ógeðslega leiðinlegan bolta að ég verð bara að segja að þetta er án efa leiðinlegasti 8liða úrslitaleikur sem ég hef nokkurn tíman séð. Og það sérstaklega vega þess hversu mikil stór lið áttust hér á.

Mér finnst bara virkilega leiðinlegt að liðin í deildinni hafi unnið við að bæta ímynd ítalskrar knattspyrnu svo að landsliðið geti eyðinlagt hana aftur á sjómvarpsskjám um allan heim.