Portúgalskir fótboltamenn eru verulega farnir að fara í taugarnar á mér. Sjálfur hef ég einu sinni spilað á móti portúgölsku fótboltaliði en það var eins og við mátti búast. Menn hentu sér niður við hvert tækifæri og svoleiðis en málið er… Hafa þessir menn ekkert stolt?

Dæmi: Leikmaður hendir sér niður eins og hann hafi verið skotinn og engist um eins og deyjandi kakkalakki. Svo eftir leikinn fer hann úr bolnum og “flexar” karlmannlega kassanum sínum. Ég myndi til dæmis aldrei láta svona með 100 myndavélar límdar við mig. Að henda sér niður þegar brotið er á manni er hluti af leiknum, en að væla eins og lítið barn þangað til dómarinn flautar er bara fáránlegt. Sáuði t.d. Portúgal - Þýskaland hérna um daginn. Simao traðkaði ofan á Phillip Lahm og henti sér niður í jörðina spriklandi út um allt svo um leið og dómarinn flautar stendur hann upp alheill og skokkar í burtu.

Ég nánast skammast mín að spila sömu íþrótt og þessir hræsnarar. Mér býður við þessu pakki sem kallar sig fótboltamenn. Hvað finnst ykkur?
ekkert merkilegt