Jæja, þá eru Hollendingar búnir að vinna frakka 4-1 og ítalir gerðu jafntefli við rúmena þannig staðan er svona :

Holland 6
Rúmenía 2
Frakkland 1
Ítalía 1

Ég persónulega vona að Holland og Frakkar komist áfram, þannig Frakkar verða að vinna Ítala og Holland verður að ná jafntefli gegn Rúmeníu.

En finnst einhverjum öðrum að þeir sem voru að lýsa Holland-Frakkland vera alveg hundleiðinlegir? Þeir bara geta ekki hætt að tala um hvað Hollendingar eru frábærir.