Jæja, nú er þessi dagur runninn upp. Margir gætu kallað mig snarbilaðann þar sem ég er búinn að vera andvaka í alla nótt útaf þessum leik, sem ég er mjög stressaður yfir. Þó svo að við séum í mjög góðri stöðu í riðlinum þá getur þessi leikur verið úrslitaleikur fyrir okkur Íslendinga !

Það sem bætir enn meir á raunir mínar er mother fucking helvítið hann Bogdan Wenta sem laug skít og rugli uppá Alfreð Gísla fyrir leik Íslands og Póllands. Þeir sem horfðu á leikinn og sáu Alfreð rjúka alveg koltrylltan að þjálfara Pólverja, Bogdan Wenta í lok leiks hafa væntanlega velt fyrir sér hvað var þarna á seyði. Lesið morgunblaðið og fréttablaðið í dag og þar sjáið þið hver ástæðan var. Ég varð alveg furious við að lesa þetta.

Eftir því sem morgunblaðið segir “Alfreð varð æfur við Wenta” Þar er vitnað til þess að Alfreð varð, já æfur eins og segir hér fyrir ofan vegna ummæla Bogdan Wenta í hans garð. Bogdan mun hafa sagt sínu liði (Póllandi) að Alfreð segði þá “karakterlausa” og annað slæmt sem ekki kemur fram. Hversu íþróttamannslegt er þetta ? ? ?

Þjálfarar Íslands (Alfreð og Gummi) virðast vera nokkuð vissir um að Slóvenar hafi sparað sig mikið í leiknum á mót Frakklandi og komi þrususterkir til leiks í dag. En eins og við vitum þá geta strákarnir okkar allt !

Sendum nú strákunum okkar góða strauma af klakanum í dag !

Kíkið á www.ibliduogstridu.is !

ÁFRAM ÍSLAND ! ! ! ! ! ! ! ! ! !
“We are brothers from different mothers”