Snilldar leikur.. Ísland var rétt í þessu að vinna sigur gegn Ástralíu 45-20.. Staðan í hálfleik var 26-9 fyrir Ísland, markvarslan lofaði mjög góðu í fyrri hálfleik þegar Birkir Ívar var í markinu.. Ísland komst í 7-0 eftir 8 mínútur! Ég hló bara að þessu liði og sagði að það stefndi í annað heimsmetið í röð gegn Ástralíu.

Þetta lið virkar mjög gott miðað við þennan leik, reyndar er þetta mjög lítið handboltaland en samt.. Ég var líka að grínast aðeins áðan og spurði hvort það ætti ekki að senda Ástralíu inná völlinn og taka þennan 7. flokk útaf hehe.. :P

Vonum að við dominerum leikinn á sama hátt á morgun þó ég efist um að einstefnan verði sú sama.. Kom reyndar mjög slæmur kafli á lokamínútum fyrri hálfleiks og upphaf seinni þegar Ástralir skoruðu um hvað 7 mörk gegn 2 okkar? E-ð þannig allavega..

Minni svo á Stuðningsmannasíðu Íslenska landsliðsins, ibliduogstridu.is