Þetta var nú bara bölvuð helvítis ósanngirni. Við áttum talsvert fleirri færi og vorum yfir höfuð sterkari aðilinn í leiknum. Ferlega svekkjandi að sjálfsögðu að fá mark á okkur nánast um leið og við komumst yfir, og svo grísa þeir á eitt færi í seinni hálfleik.

Svekkjandi niðurstaða, verulega svekkjandi. Fór líka í mig hvernig þessar sænsku ljóskur létu sig falla í grasið í hvert skipti sem einhver barátta braust út. Það ætti að kenna þessu kvennfólki að spila alvöru knattspyrnu… Og kannski eiga þeir bara ekkert í okkur víkingana :P ….Reyndar voru þeir að vinna, en jæja.

Markaskorararnir voru eftirfarandi:

6' Víðarsson (Ísland)
8' Källström (Svíþjóð)
59' Wilhelmsson (Svíþjóð)