Ég skil ekki af hverju fólk er að fordæma Zidane svona mikið fyrir þetta. Hver þekkir ekki smá tilfinningahita? Hann skallaði hann í _bringuna_. Mesta sem hefði getað gerst (með tilliti til sjúkdóma, veikinda eða einfaldlega að vera ítali, öðru nafni aumingi) væri ef til vill rifbeinsbrot, smá innvortisblæðingar og álíka. Enginn fullorðinn karlmaður í þessu formi einsog vælukjóinn var í myndi kasta sér í jörðina öskrandi og æpandi eins og hann væri að deyja. Ekki þótt hann væri rifbeinsbrotinn, ekki þótt að lunga hefði fallið saman. Nei, það hefði hann ekki gert. Ekki nema hann væri ítali.

Ef maður sem er að fara að taka heimsmeistaratitilinn í fótbolta af þér labbar upp að þér, tekur utan um þig, klipur þig í brjóstið (eða hvar þar sem vælukjóinn kleip hann) og segir svo við þig að þú sért hryðjuverkamaður (og viðkomandi veit að það er hrottalega misbjóðandi að segja það við þennan ákveðna einstakling) og að móðir þín sé lauslát (sögusagnir herma að móðir Zidanes hafi verið gleðikona einhverntímann á ævinni) myndir þú ekki trompast?

Vælukjói reyndi að finna þau mest niðrandi orð sem hægt var að segja við mótherja sinn, Zidane. Fram að þessu atviki með blótið þá hafði leikurinn verið friðsæll, spennandi, skemmtilegur (fyrir utan hvað ítalirnir eru alveg hrottalega miklar grenjuskjóður, maður fer bara hjá sér við að horfa á þessa skömm; sbr. leik Englendinga og Portúgala þegar það var sparkað í eyrað á Rooney og hann fann mikið fyrir því) og einfaldlega bara allur pakkinn.

En nei, vælukjóinn þurfti að láta þessi orð falla á Zidane. Hann var að biðja um aðgerðir hjá Zidane. Það er ekkert hægt að segja að: “hann hafi einfaldlega átt að hafa stjórn á skapi sínu, svona reyndur leikmaður”. Sama hversu reyndur / sjóaður þú ert þá er alltaf hægt að snappa við hvaða aðstæður sem er. Ef ég hefði verið í sporum Zidane og vælukjóinn hefði labbað upp að mér og sagt ákveðna hluti þá hefði ég ráðist á hann, alveg eins og Zidane gerði.

Þetta er allt spurning um tilfinningar. Zidane átti ekki að gera þetta. Auðvitað ekki, þetta var mjög gróft brot, eitt af því grófasta sem ég hef nokkurntímann séð í fótbolta. En ekki segja að hann sé til skammar, ekki segja að hann sé fífl eða álíka. Ekki fyrr en að þið gerið eins og ég, reynið að setja ykkur í hans spor og hugsa svo hvað þið mynduð gera.

Eflaust er hægt að segja eitthvað við flesta ef ekki alla sem lætur þá gleyma því að þeir séu að spila úrslitaleik á heimsmeistaramóti í fótbolta og hálfur heimurinn sé að horfa á hverja einustu aðgerð þína. Allavega skil ég Zidane alveg fullkomlega eftir að ég heyrði um það sem vælukjóinn sagði við hann og hvers vegna það hafði þessi áhrif á hann.


Ef þið eruð ósammála mér og viljið koma með ykkur ofurrök, ekki vonast eftir svari frá mér. Þetta er einungis mín skoðun og ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að margir gætu verið mér 100 % ósammála þrátt fyrir þessi orð mín hér fyrir ofan. Það eina sem ég er að biðja um er að þið setjið ykkur (reynið það, það er hægara sagt en gert) í spor Zidane og hugsið áður en þið skrifið hér á Huga um hvað Zidane er mikil þjóðarskömm, óíþróttamannslegur o.fl.

(Ég kalla þennan …. Materazzi? heitir hann það? vælukjóa því mér sortnar um augun af viðbjóði þegar ég sé fótboltamenn reyna að fiska aukaspyrnur og víti útaf brotum sem áttu sér ekki stað, eða útaf brotum sem eru alls ekkert brot, þau eru svo lítilsvæg.)