Það hefur ollið mér vonbriðgum hvað það er oftast mikil markaþurrð í leikjum þessara liða. Nú seinast leikur Svía og þar á undan leikur Englendinga sem átti réttilega að fara 1-0. Skil ekki alveg hvað maður sem er yfir 2 metrar þarf að nota fantabrögð til að vinna mann sem er 15-20cm lægri í skallabolta.

Þetta hefur allt verið rosalega taktískir leikir eitthvað og fáar áhættur teknar.
Ég ætla samt ekki að gagnrýna þessar þjóðir neitt mikið því að fyrsta umferðin aðeins búin að kannski skiljanlegt hjá mörgum liðum að spila svona. Svo átti ég líka von á að A og B riðlarnir myndu vera slappastir í áhorfi en samt sem áður horfir maður á leikina og vonar eftir einhverju skemmtilegu:)

Ef maður horfir á yfirlitið yfir fyrstu umferðina þá hafa leikir hjá þeim liðum sem fá hve minnstu umfjöllun verið skemmtilegir og þar eru teknar áhættur. Væntanlega ein af ástæðunum af hverju fólk er almennt hrifið af Afríkulöndunum.

Synd að sjá Paraguay detta út en svo sem ágætt að Svíarnir eru áfram. Ef ég fengi að ráða þá hefði þessi tvö lið komist áfram en sem betur fer ræð ég engu:p
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”