Ekvador var að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslitin á HM með því að vinna Kosta Ríka, 3:0, í Hamborg. Carlos Tenerio skoraði fyrsta markið á 8. mínútu, Agustin Delgado skoraði annað markið á 54. mínútu og varamaðurinn Ivan Kaviedes innisiglaði öruggan sigur Ekvadora á 89. mínútu. Ekvador vann Pólverja, 2:0, í fyrstu umferðinni og Ekvador og Þýskaland, sem bæði eru komin áfram upp úr A-riðlinum, mætast í úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum.