Hehehehe, ég stórefa að nokkur sem sér þennan titil viti svarið án þess að gúggla. Kannske einn en ég efa það.

Sjálfur þurfti ég að gúggla þetta =)


En back to business! Ég ætla að segja frá keppninni í stuttu máli =)


—–


3 Asíulið komust í keppnina (Kína, Norður-Kórea og Katar), 3 Afríkulið (Gambía, Gana og Fílabeinsströndin), 2 Suður-Ameríkulið (Brasilía og Uruguay), 3 Norður-Ameríkulið (Mexíkó, Bandaríkin og Kosta Ríka), 1 Eyjaálfulið (Ástralía), 3 Evrópulið (Tyrkland, Holland og Ítalía) auk þess sem gestgjafarnir frá Perú komust sjálfkrafa áfram.

Þessum liðum var svo skipt í fjóra riðla þarsem 2 lið úr hverjum riðli komust áfram í 8-liða úrslit.

Skemmst er frá því að segja að í riðli A komust Kosta Ríka og Kína áfram á kostnað Gana og Perú eftir jafna keppni. Í B-riðli komust Tyrkland og Mexíkó áfram en Ástralía og Uruguay voru skilin eftir. Í C-riðli komust Bandaríkin og Norður-Kórea áfram á kostnað Ítalíu og Fílabeinsstrandarinnar. Í D-riðli komust svo Brasilía og Holland áfram á kostnað Gambíu og Katar.

Í 8-liða úrslitunum fóru leikirnir einsog hér segir:

Kosta Ríka 1-3 Mexíkó
Tyrkland 5-1 Kína
Bandaríkin 0-2 Holland
Brasilía 3-1 Norður-Kórea

Undanúrslitin:

Mexíkó 4-0 Holland
Tyrkland 3-4 Brasilía (hér skoraði Igor sigurmark Brasilíumanna á 90.mínútu, ímyndið ykkur fögnuðinn)

Leikurinn um þriðja sætið fór svo 2-1 fyrir Holland.

Í úrslitaleiknum mættust svo Mexíkó og Brasilía og unnu Mexíkanar með yfirburðum, 3-0.

Þannig að svarið við titli þráðarins er: Mexíkó.

Mér fannst bara asnalegt að það væri enginn þráður hérna svo ég ákvað að gera einn ^^ Vona að þið hafið skemmt ykkur, eða séuð núna allavega eitthvað fróðari =)

Heimildir: http://www.rsssf.com/tablesw/wc-u17-05.html