Eins og glöggir íslendingar hafa tekið eftir þá eigum við ennþá möguleika á því að komast í undanúrslit. En í hverju eru þessir möguleikar fólgnir? Jú svarið er í stuttu máli hér:

1. Danir vinna Rússa (t.d.) með 3 mörkum, við vinnum Norðmenn með 4 mörkum eða fleiri(verðum að vinna norðmenn með einu marki eða fleiri þar sem Danir eru með jafnmörg stig og við en einu marki í plús í samanlögðum markamun) = við í annað sæti samanborið við það ef að Króatar vinna Serba, náum 1. sæti ef að Króatar tapa.

2. Serbar vinna Króata, Ísland vinnur Norðmenn og Rússar vinna Dani = við áfram.

Held það séu ekki fleiri möguleikar en endilega bætið þeim við ef þá vantar.

ÁFRAM ÍSLAND!!!