Leikur Svía og Hollendingja bauð ekki uppá mikla skemmtun því liðin virtust bæði ætla að reyna að halda markinu hreinu allaveganna í fyrri hálfleik. Hættulegasta færi leiksins átti Robben þegar að hann skaut fyrna föstu skoti sem stefndi beint í vinstra markhornið en Isaksson varð frábærlega. Það var lítið um markfæri í fyrri hálfleiknum og hættulegasti maður vallarins var Robben sem sýndi þó hversu góður leikmaður hann er með knatttækni og hraða. Síðari hálfleikurinn var mun líflegri og voru það Hollendingar sem áttu tvö bestu færin þegar að Nistelrooy fékk frábæra sendingu frá Seedorf gerði allt rétt en Isaksson varði vel með góðu úthlaupi, en boltinn hrokk svo aftur af Nistelrooy en því miður hans vegna fór boltin fram hjá. Síðara færi Hollendinga var þegar að Robben skýtur utan teigs og Isaksson misræknar boltan eitthvað og slær hann klunnalega uppí loftið og boltin fer í stöngina og svo bjargar Nilsson í horn. Ekki var mikið meira sem gerðist í venjulegum leiktíma. Í framlengingju var eins og Svíar voru sáttir við að fara í vítaspyrnukeppni. En Hennke Larsson átti þó gott skot sem fór í slána og yfir.

Svo að það þurftir að grípa til vítaspyrnukeppni. Bæði lið skoruðu úr fyrsta tvem vítunum sínum. Zlatan Ibrahimovich var sá þriðji til að taka víti fyrir Svía og ætlaði sér að leggja boltan hreinlega uppí markvínkilinn en tókst það ekki betur en það að hann setti hann himinhátt yfir. Hollendingar skoruðu úr sínu þriðja víti. Svíar skoruðu úr sínu fjórða en Cocu sem tók við fyrirliðabandinu eftir að Frank De Boer fór meiddur útaf skaut í stöng og var staðan 3-3. Bæði lið skoruðu úr 5 víti en Olof Melberg fyrirliði Svía klúðraði 6 víti Svía og kom það í hlut hins tvítuga leikmanns Hollendinga Arjen Robben að taka 6 víti Hollendinga. Hann var kollrólegur þegar hann labbaði að punktinum og kláraði dæmið fyrir Hollendinga.

Það verða sem sagt Hollendingar sem mæta heimamönnum og mun það verða mjög áhugaverðurleikur.