ég skyl ekki hvernig þeta gat gerst. England og Frakkar áttu að keppa. Ég hélt með Englandi. Ekkert var skorað á fyrstu mínútum en Frakkar voru miklu betri og gáfu fleiri skot á enska markið en Englendingar á Franska. Þó voru skotin hjá Frökkum alltaf fram hjá eða að James náði að verja. Englendingar náðu ekki að komast hjá marki Frakka. Frakkar spiluðu mjög góða vörn. Það má segja að Frakkar hafi náð yfihöndinni en þó stóð ég fast á mínu. ég hélt með Englandi. Svo kom að því að einhver skoraði. Það voru ENglendingar. Þeir fengu vítaspyrnu og Beckham tók hana. Hann gerði fallegt skot og Lampart skoraði með skalla. Þá fagnaði Svíin sem er þjálfari enska landsliðsins. (Auðvitað hélt ég líka með Englandi út af honum. ég er hálfur Svíi). En þó. Englendingar héldu stöðunni sinni alveg fram að hálfleik.
Í seinni hálf leik þá spiluðu Englendingar glæsilega vörn, heldur ekki skrýtið. Því að þeir vildu ekki að Frakkar jöfnuðu.
Eftir einhverja srund fengu Englendingar vítaskot og Beckham tók hana en Barthez varði hana. Svo hélt þetta áfram og þegar fór að líða undir leikslok þá skoruðu Frakkar :(. Þá var staðan orðin
1-1. Svo voru Englendingar að reyna að komast yfir en þá náðu Frakkar boltanum og Barthez var kominn svolítið langt frá markinu. Þá hljóp hann á eftir Frakkanum og og tæklaði hann en það var í vítateig. Ekkert var úr því sem hefði átt að vera mark frá Frökkum. En þeir fengu víti og Ziedan (man ekki hvernig það er skrifað) skoraði.
Þannig töpuðu Englendingar á móti Frökkum.
2-1 fyrir Frökkum.
Lampart: 1
Ziedan: 2

Þannig að ég segji: glætan spædan.