Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn hefur sett upp vef þar sem hægt er að giska á úrslit leikja á EM 2004.

Þar geta menn jafnframt búið til sínar eigin einkadeildir og att þannig kappi við vini og/eða vinnufélaga.

Slóðin er <a hreF="http://em.bok.hi.is/">http://em.bok.hi.is/</a>.

Hægt er að tippa á úrslit leikja allt að 2 tímum áður en þeir hefjast.

Vefurinn er settur upp í samvinnu við World Football Organization sem mun opna enska útgáfu af þessu sama kerfi seinna í dag, föstudaginn 11. júní 2004.
Summum ius summa inuria