Já, þá er það komið á hreint með hverju´m við Íslendingar lentum í riðli fyrir undankeppni HM 2006 sem er haldin í Þýskalandi.

Það er ekki annað hægt en að segja að möguleikar okkar á að komast áfram séu bara nokkuð góðir.

Þetta er riðillin sem Ísland lenti í:

Svíþjóð(1.styrkleikaflokkur),
Króatía(2.styrkleikaflokkur),
Búlgaría(3.styrkleikaflokkur),
Ungverjaland(5.styrkleikaflokkur) og
Malta(6. styrkleikaflokkur)
Ísland er í 4. styrkleikaflokki.

Það er ekkert yfirburðalið í þessum riðli og er Svíþjóð eitt af slakari liðunum í efsta styrkleikaflokki. Ísland á vel að geta unnið Svíþjóð og Króatíu í a.m.k. öðrum leiknum.

Ísland er í 6 liða riðli en liðið hefði getað lent í riðli sem hefði 7 lið og það þýddi fleiri leiki og meiri ferðalög.

Ókosturinn við þennan riðil eru ferðalög til Austur-Evrópu en langar flugferðir geta setið í mönnum.

Mín spá fyrir þennan riðil er svona:

1.Svíþjóð
2.ÍSLAND
3.Króatía
4.Búlgaría
5 .Ungverjaland
6.Malta