Nú ætlar þjálfari hollendinga að ekki nota Ruud van Nistelrooy í umspilinu á móti Skotlandi vegna þess að þeir tveir hafa ekki verið að ná saman í framlínu Hollendinga.Málið er að hann ætlar ekki að hafa þá tvo frammi svo hann velur þá Patrick Kluivert frekar því að honum finnst hann betri en Ruud van Nistelrooy.Þetta gæti einnig tengst málinu þegar Ruud van Nistelrooy leikmaður Manchester United brást mjög illa við og lét öllum illum látum þegar hann var tekinn útaf í tapleik liðsins á móti Tékklandi.En ef maður lítur á hvað leikmennirnir eru búnir að vera að gera á þessari leiktíð er Ruud van Nistelrooy buinn að vera mun betri.Og Kluivert buinn að vera gagnrýndur fyrir leik hans með sínu félagsliði Barcelona þar sem hann er eiginlega bara buinn að detta út úr byrjunarliðinu.En reyndar fer Kluivert örugglega ekki að bregðast hollenska landsliðinu.En að mínu mati er Ruud van Nistelrooy mun betri leikmaður og mér finnst Kluivert alltof latur leikmaður svo að ef ég væri Dick Advocaat landsliðsþjálfari Hollendinga myndi ég hafa Ruud van Nistelrooy og Roy Maackay frammi. Svo endilega sendið mér álit ykkar á þessu