Saga Brassa á HM !!! Þann 30. júlí gerðust hlutir sem flestir, ef ekki allir bjuggust við, Brasilía urðu heimsmeistarar í fimmta sinn í sögu sinni, eftir að hafa unnið Þjóðverja í hörkuleik þar sem að Brasilíumenn blómstruðu í seinni hálfleik. En ég ætla ekki að fjalla neitt mikið um þennan leik því að ég veit að þið vitið alveg hvernig hann endaði. En ég ætla hinsvegar að segja ykkur sögu Brasilíumanna á HM frá upphafi.


Fyrst HM titill þeirra var árið 1958 þegar þeir unnu heimalið Svía í úrslitum.
Árið 1962 vörðu þeir svo titil sinn er úrslitakeppni HM var haldinn í Chile, en í úrslitum lögðu þeir sterkt lið þáverandi Tékkóslóvaka (Tékka).
Næsti titill þeirra kom árið 1970 er keppnin var haldin í Mexíkó en þar unnu þeir Ítali í hörkuleik í úrslitunum.
Á næstu HM keppnum gekk þeim ekki eins vel og flestir vonuðust til. Það liðu fimm HM keppnir þar til að þeir loksins komust í úrslit á HM.
En þá kepptu þeir á móti Ítölum í einum af skemmtilegasta leik í sögu HM. Þessi keppni var haldin árið 1994 í Bandarríkjunum og liktir leiksins voru að Brassar unnu hann í vítaspyrnukeppni eftir að hinn magnaði Roberto Baggio skaut boltanum himinhátt yfir mark Brasilíumanna og þar með urðu Brassar heimsmeitarar í sitt fjórða sinn.
Árið 1998 þegar keppnin var haldin í Frakklandi komust Brassar í úrslit á móti sterku liði heimamanna með Zinidane Zidane í fararbroddi. Flest ykkar munu væntanlega eftir leiknum eins og að han hafi gerst í gær en hann endaði í venjulegum leiktíma með sigri heimamanna 3-0 þar sem að Zidane skoraði tvö mörk með skalla og bæði eftir hornspyrnu mesta snillings í heimi að mínu mati Emmuanels Petits (Chelsea) og svo kórónaði Petit sinn leik með því að skora mark á 94. min er hann slapp einn innfyrir og skoraði framhjá Taffarel annars mjög góðum markmanni Brassa.

Ég þarf ekki að fjalla um fimmta og nýlegasta titil Brassa, en væntanlega ekki þann síðasta


Takk Fyrir Mig !!!!!!!!

Kveðja Ellinho !!!!!!! ;o)