Þessi heimsmeistarakeppni hefur einkennst af óvæntum úrslitum og fáum stórleikjum, þegar maður horfir á heimsmeistara-keppni vill maður fá að sjá stórleiki! Þá er ég að tala um tvö lið sem hafa verið hátt skrifuð í langan tíma eða allavega síðustu ár, þið vitið, svokölluð “stórlið”

Þessi lið eru að mínu mati:

Brasilía
Argentína
Ítalía
Frakkland
Portúgal
England
Þýskaland
Spánn

og svo Holland sem var vissulega ekki með í þessari keppni.

Af þessum liðum hafa aðeins mæst England og Brasilía og England Argentína.

samkvæmt mínum útreikningum hefði það verið stórleikur ef einhver tvö þessara liða hefðu mæst, þeir leikir sem hefðu getað verið stórleikir eru 28 en aðeins 2 af þessum möguleiku leikjum hafa orðið. Það finnst mér ekki gott hlutfall.

Vissulega voru margir leikir taldir spennandi fyrir fram (og urðu spennandi eftir á) en það vantar þessa stórleiki!

Lið eins Mexíkó og Bandaríkin eru hátt skrifuð á heimslistanum en viðureign þeirra þótti samt ekki vera stórleikur.

Og Þýskaland - Suður Kórea og Brasilía - Tyrkland í undanúrslitum er mjög undarlegt og ekki eins spennandi og oft áður (Hm 98 Brasilía - Holland og Ítalía - Frakkland nema mig misminni)

og liðin sem Þjóðverjar hafa farið í gegnum hefðu getað verið úr hvaða riðli sem er, Paragvæ, Suður Kórea og bandaríkin (sem voru meira að segja saman í riðli)

Nú veit ég ekki hvernig Brasilía Tyrkland fór en ég vona eiginlega fyrir keppnina að Brasilía hafi unnið, þessi keppni þarf ekki á óvæntum úrslitum að halda, heldur stórleikjum, Þýskaland - Tyrkland væri ótrúlega ómerkilegur úrslitaleikur heimsmeistarakeppninnar í hnattspyrnu.

Verði ykkur að góðu.