Góðir hálsar!!!

Ég vildi nú bara koma einu á framfæri hér!

Dómarar eru bara hluti af leiknum, þeir eru mannlegir eins og við hin, þeir gera mistök þó að mér finnist þau hafa verið ansi mörg og afdrifarík í þessari keppni. En engu að síður er ekki annað hægt en að dást að SUMUM, kannski FLESTUM dómurum í keppninni. T.d. Frisk frá Svíþjóð, Collina og fleirum. Ef til vill má líka dást að aðstoðardómurunum í keppninni (línuvörðunum). Hversu oft í leik þarf aðstoðardómari að taka erfiðar ákvarðanir? Viðbragstími manna er aldrei minni en 0,15 sek og oft gerast atburðirnir á minni tíma en það, þegar varnarmaður er að hlaupa útúr vörninni og sóknarmaður í átt að markinu, auga mannsins nemur þetta einfaldlega ekki svona fljótt. S-Kóreu menn eru ekki með besta liðið á HM en eins og Guðmundur Torfason sagði í beinni á Sýn hafa þeir eitt fram yfir önnur lið og það er að þeir spila með hjartanu.

Að lokum langar mig bara að segja eitt, þrefalt húrra fyrir SUMUM dómurum og aðstoðardómurum, og húrra fyrir spútnik-liðunum S-kóreu og Senegal! Húrra fyrir Írum sem spiluðu svo sannarlega með hjartanu í keppninni og áfram Þjóðverjar því ég vill ekki fá Brassana sem Kampíons!!!