Allir tala um Brassana sem meistara! Æji, ég veit það ekki! Mér finnst ekki gaman af því að fá heimsmeistara sem merja sigur á öllum liðum með einu marki. Umdeilanlegir sigurvegarar eru leiðinlegir sigurvegarar. Tyrkland er eitthvert mest óþolandi og jafnframt erfiðasta lið sem hlýtur að vera hægt að spila við. Grófir og brjálaðir. En ég ber samt massíft respekt fyrir þeim að mörgu leyti og vona hálfpartinn að þeir taki Brassana. Af hverju ættu þeir ekki að geta það? Tyrkland hefur til margra ára ekki verið neinn sleði í alþjóðlegum fótbolta. Sjáið Galatasaray? Eitt besta lið Evrópu og flestir þessara kalla eru í stórum klúbbum. Ekki má stilla þessum slag upp sem Davíð á móti Golíati. Tyrkland er enginn Davíð. ALLT GETUR GERST!!

Varðandi leikinn á eftir. Hyundai-bólan er sprungin! Þjóðverjar sem gátu ekki rassgat á móti Könum munu taka Kóreu. Sanniði til. Spái 3-1 fyrir Þýskaland. Mæta síðan Tyrkjum í úrslítum og Germanía springur í kjölfarið í loft upp í innflytjendaóeirðum (en sem kunnugt er koma gríðarlega margir innfl. í Þýskalandi frá Tyrklandi.)

Sem sagt, sigurvegari keppninnar verður…….

ÞÝSKUR RÍKISBORGARI AF TYRKNESKUM ÆTTUM!!!