Það væri ekki gott ef Bandaríkin hefðu ofuráhuga á knattspyrnu.
Af hverju?

Af því að þá vilja þeir fá að ráða reglunum.

1. Fleiri dómarar verða, og þá þurfa þeir að taka sameiginlega ákvörðun sem myndi byggjast á því að sjónvarpstökuvélar yrðu notaðar og leikurinn fengi sennilega ekkert að fljóta og yrði þess vegna lengri, svona 3-4 tímar eftir aðstæðum.

2. Tekin yrðu upp leikhlé svo að sjónvarpsstöðvar fengju meiri auglýsingartekjur. Aftur til þess að tefja leikinn.

3. Skipt inná eftir þörfum þannig að þau lið sem geta borgað mest laun hafa þar með flesta mennina og geta þar með skipt inná 11 óþreyttum góðum leikmönnum meðan minni liðin þurfa að nota sína bestu allan leiktíman.

4. Félagaskipti. Ekki lengur keyptir menn og seldir heldur þarf að skipta leimönnum og fá samningslausa og því fá ríkustu liðin aftur bestu mennina. Hin liðin í efstu deildunum geta svo notað sér valrétt á leikmönnum yngri en 22 frá neðrideildarliðum.

5. Deildarfyrirkomulag. Skipt yrði á tvær deildir sem kepptu svo hvor um sig í að komast í úrslitaleikinn. Engar Evrópukeppnir, engar bikarkeppnir og engin lið falla. Eitt, í mesta lagi tvö lið frá borg. Þau lið sem ekki komast í deildina geta keppt í annari deild.

6. Mismunandi búningar eftit því hvort þú ert á heimavelli eða útivelli. Annar er ljós hinn er dökkur. Skiptir ekki máli þótt búningurinn líkist ekki liðinu sem þú ert á móti, það er alltaf einn búningur á heimavelli og einn á útivelli. Engar auglýsingar á búnigunum.

7. Klappstýrur í hálfleik er reyndar það eina góða en á Íslandi skipti það ekki máli það er alltaf svo kallt. Og ekki yrði það sýnt í sjónvarpi. Auglýsingarnar myndu blokka það.