F. Riðill (Dauðariðillinn)


Lið Leikir U J T Mörk Stig

Svíþjóð 2 1 1 0 3-2 4
England 2 1 1 0 2-1 4
Argentína 2 1 0 1 1-1 3
Nígería 2 0 0 2 1-3 0

Í fyrramálið fer fram seinasta umferð þessa riðils og því langar mig að spá um úrslit þess. Í fyrramálið mæta Englendingar Nígeríu og Svíar mæta Argentínu. Ég spái að Englendingar taki Nígeríu nokkuð létt og komist langt í framhaldi keppninnar. Erfiðara er að spá um leik Svía og Argentínu. Ef leikurinn endar í jafntefli þá komast Svíar áfram. Hins vegar held ég að Argentínu menn taki sig saman í andlitinu og mæti tvíefldir til leiks og hreinlega sigri Svíana. Persónulega held ég með Englandi í þessari keppni og spái þeim góðu gengi.

Nú langar mig að fjalla aðeins um A riðilinn. Heims- og Evrópumeistarar Frakkar komust sátu eftir á botni riðilsins með aðeins 1 stig. Þeir gerðu jafntefli á móti Úrúgvæ og töpuðu svo á móti Senegal og Dönum. Glæsilegur árangur hjá Dönum og Senegölum. Frakkar eru hins vegar ekki að skora neitt mark! Þeir voru hreinlega ofmetnir og ég er sammála Snappy að hluta til um að liði hafi einfaldlega verið ofmetnir. Hins vegar skemmtileg úrslit fyrir Senegala sem virðast hafa komið öllum á óvart.

Kveðja,
The Snowman