Senegal - Urugay Senegal - Urugay

Ég vaknaði snemma í morgunn til að horfa á Senegal - Urugay og
fannst mér það skemmtilegur leikur og ákvað að skrifa um hann hér á
huga.

Í þessum leik þurfti Urugay að vinna og pressuðu þeir mikið í
byrjun leiksins og þurfti að borga það þegar Senegal skoraði
þrisvar á 38 mínútum. Fyrsta markið þeirra kom úr víti sem El Hadji
Diof fiskaði á 20. mín. og Khalilou Fadiga tók hana og skoraði, svo
skoraði Paba Bouba Diop á 26. mín eftir að Henri Camara hljóp upp
vinstri kanntinn og senti á Paba Bouba Diop og skoraði hann úr 18
metra færi. Svo kom annað mark sitt í leiknum og þriðja mark sitt á
HM eftir að Fadiga sendi frábæra sendingu inní teig og þar var Diop
og nelgdi hann boltanum yfir Hector Fabian Carini sláinn inn mörgum
þótti hann vera rangsæðann en dómarinn dæmdi mark.

Nú voru Urugay í erfiðri stöðu og þurftu þeir í minnsta lagi fjögur
mörk til að komast í 16-liða úrslit. Það drjóg stax til tíðinda á
fyrstu mínútu seinni hálf leiks þegar Silva skautt á markið en
markvörður Senegala varði og þá skoraði hann á autt markið. Svo
minkaði Diego Forlan þegar hann tók boltann á bringuna eftir
hreinsun frá Diop og lætur boltann lenda í markinu úr 20 metra
færi. Nú var staðann orðinn 3:2 á 69 mínútu. Það kom
sjálfstraustinu hjá Urugay af stað og byrjuðu þeir að sækja meira
en nokkru sinni og náði Recopa næstum því að jafna á 71. mínútu úr
25 metra færi. Svo kom Sylva inní teig og lét sig bara detta og
dæmir dómarinn víta spyrnu! Alvaro Recopa skorar örugglega og
sendir markmannin í vitlaust horn. Urugay þurftu enn að skora eitt
mark til að komast áfram og fékk Gustavo Varela frábært tækifæri
þar sem hann skaut úr 20 metra færi því marmaðurinn var ekki í
marki en náði Lamine Diatta að skalla boltann frá á línu á 92. mín.

En leikurinn endaði 3:3 og þar með komust Senegal sem eru svo
aldeilis búið að koma á óvart í 16-liða úrslit.

Vonandi fannst ykkur þetta skemmilegur lestur.