Persónulega held ég að ástæða þess að frökkunum hafi gengið svona illa og slegnir úr keppni er sú að þeir eru einfaldlega bara of þreyttir!!!

1.Næstum allt franska landsliðið (að undanskildum varamannabekknum) kepptu í evrópukeppni félagsliða og fóru nokkrir alla leið t.d. Zidane, Makalele og Figo(portúgal). Það hefur verið mikið talað um Figo (eða Fígú eins og Arnar Björnsson segir) að hann sé ekki að gera neinar rósir handa sínu liði og skil ég það mjög vel!

2.Þegar menn eru að þéna 11 millur á viku fyrir að spila með félagsliði þá er svo mikil pressa lögð á þá að menn gera allt það sem þeir geta til að ganga vel annars eru þeir einfaldlega bara seldir t.d. eins og Henry hann er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni og ég meinaða haldiði ekki að maðurinn sé orðinn dauðþreyttur!?

3.Þau lið sem eru að koma á óvart t.d. Senegal og USA eru ekki eins langþreyttir eins og stjörnunar í stóru liðunum, USA eru kannski ekki búnir að hafa neitt annað á heilanum síðustu fjögur ár staðnráðnir í því að gera betur heldur en HM98 og eru þessi lið að spila með hjartanu (eins og einhver sagði) og eru þeir fullir þessu hungri þ.e.a.s. að komast langt í keppninni.

4.Svo finnst mér nútíma HM ekki snúast eins mikið um fótbolta, (athugið mín persónulega skoðun) mér finnst þetta eiginlega bara vera tískusýning þar sem þjálfarar úr hinu og þessu stórliði séu einfaldlega að festa kaup og skoða varning í liðið sitt t.d. eins og Liverpool þeir eru nú þegar búnir að kaupa tvo Senegala. Það finnst mér leiðinlegt og að atvinnumenskan í heiminum sé orðin svona er bara slæmt fyrir fótboltann þ.e. að fótbolta menn geti ekki sparkað í tuðru nema að fá borgað fyrir það.

EN ATH. þetta er mín skoðun á HM og kommentiði það eins og þið viljið!