Ég var að skoða ýmislegt og þar á meðal markamet. Það hefur enginn leikmaður verið fljótari að skora í leik á HM en Tékkinn Vaclav Macsek. MArkið kom eftir að eins 16 sek í leik Tékkóslóvakíu og MExíkó árið 1962. En hinns vegar þver öfugt hefur Englendingurinn David Platt skorað á 119 mínútu í leik Englendinga og Belgíu í 16-liða úrslitum árið 1990. Þrennuna hefur enginn verið fljótari að skora en Ungverjinn Laszlo Kiss. Þrennan var fullkomnuð á áttundu mín. í leik gegn El Salvador árið 1982 og hann kom inná sem varamaður og er reyndar eini varamaðurinn í sögu HM sem skorar þrennu. Roger Milla frá Kamerún er ellsti leikmaður sem skorað hefur mark á HM. Hann var 42 ára og 39 daga gamall þegar hann skoraði mark í leik á móti Rússum árið 1994. Hinn víðfrægi Pelé er yngsti leikmaður sem skorað hefur mark á HM en hann var aðeins 17 ára og 239 daga gamall í leik Brasilíumanna og Wales manna árið 1958. Þetta er nokkuð skondið að Hollendingurinn ERnie Brandts er sá eini sem hefur bæði skorað mark og sjálfsmark á HM. Og eini leikmaðurinn sem skorað hefur fyrir tvær þjóðir er Robert Prosinecki en hann hefur skorað fyrir Júgóslavíu og Króatíu.

Kópur G