2 marka sigur, eða Búið Eftir markalausa jafneteflið hjá Frökkum og Úrúgvæjum í morgun, þá var það orðið ljóst, að Heimsmeistar Frakka, og reyndar Evrópumeistarar OG Álfumeistararnir eru í nokkuð erfiðri aðstöðu fyrir loka umferðina.

Þetta þýðir það, að hvernig sem leikur Senegala og Úrúgvæja fer, þá VERÐA Frakkar að vinna Dani með að minnsta kosti tveggja marka mun.

Miðað við alla leiki í riðlinum, þá tel ég barasta líklegast að Senegalar fari beint áfram og leikur Dana og Frakka verði harður úrslitaleikur um hitt sætið í 16 - úrslitunum. En eins og Frakkar líta út núna, þá verða þeir að eiga ansi góðann leik gegn Dönum til að fara áfram.