ég er búinn að segja og halda fram að Bandaríkin fari í undanúrslit í HM 2002. og byrjunin lofar svo sannarlega góðu.
En ástæða þess að ég hef haldið því fram er sú að það er líklega ekkert lið í heimi sem kemur jafn oft saman og æfir jafn mikið saman og það Bandaríska.
Þeir eru komnir í 13. sæti á heimslistanum, sætinu við hliðina á hvorki meira né minna en Englandi. og það segir nú bara út af fyrir sig allt.
Liðið er mjög vel skipað í ár.
En þó ber sérstaklega að geta gulldrengsins í amerískri knattspyrnu, hinn 20 ára London Donovan.
Þetta er algjört undrabarn. hann var valinn besti leikmaður keppninnar í HM-17 ára fyrir 3 árum.
Og var keyptur til Leverkusen í kjölfarið en fékk heimþrá strax og fór til baka.
en þarna er sá maður sem ég hef sagt að verði stjarna keppninnar!
enda með hann í öllum mínum liðum í draumaleikjum á netinu.
En einnig ber að nefna Clint Mathis og Brian McBride sem eru einstakir framherjar.