Hvað verða skoruð mörg mörk ? Pólverjar töpuðu í dag sínum fyrsta leik á HM 2002 fyrir heimamönnum í Suður-Kóreu. Pólverjar sem hafa Liverpool markvörðinn Jerzy Dudek í markinu, fengu á sig 2 mörk, en Dudek er nú ekki vanur að fá svona mörg mörk ásig í leikjum með Liverpool, enda fengu Liverpool fæst mörk á sig í Ensku Úrvalsdeildinni á nýafstöðnu leiktímabili. Pólverjar sem ég hélt að væru stórir og stæðilegir og margir töldu að myndu fylgja sigurstranglegum Portúgölum upp úr riðlinum, vantar kannski Liverpool leikmennina, Stephane Henchoz (Sviss) og Sami Hyypiä (Finnland) fyrir framan Dudek.

Suður-Kóreumenn, léku hins vegar þennan leik feykivel, og tel ég að þeir séu með besta Asíuliðið, þó það sé nú stórt spurningarmerki hvað Kóreumenn ná langt.